Viðskipti erlent

2,5 prósenta verðbólga á evrusvæðinu

Verðbólgan mældist 2,5 prósent á evrusvæðinu í maí, samkvæmt útreikningum Evrópusambandsins (ESB). Þetta er 0,1 prósenti meiri verðbólga en mældist á svæðinu í apríl.

Verðbólgutölurnar eru í takt við væntingar hagfræðinga.

Seðlabanki Evrópu hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu í síðustu viku um 25 punkta og eru þeir nú 2,75 prósent.

Verðbólgan hefur aukist nokkuð á myntsvæði ESB síðustu mánuði, ekki síst vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á olíu sem fór í sögulegt hámark í maí.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×