Viðskipti erlent

Smásöluverslun jókst um 0,5 prósent

Horft á HM 2006
Horft á HM 2006 Mynd/Hörður

Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,5 prósent í maí, samkvæmt útreikningum hagstofu Bretlands. Helsta ástæða hækkunarinnar er aukin viðskipti með fatnað og raftæki. Verslunareigendur í Bretlandi segjast hafa tekið eftir aukinni sölu plasma-sjónvarpa og fótboltabola með merki enska landsliðsins og virðist sem landinn hafi undirbúið sig vel fyrir heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu, sem nú fer fram í Þýskalandi.

Sérfræðingar taka upplýsingunum með fyrirvara og segja of snemmt að rýna í tölur um veltu smásöluverslunar með þessum hætti. Að þeirra sögn hefur veltan minnkað nokkuð á meðan heimsmeistarakeppninni stendur og því jafnist sveiflan út. Af þessum sökum er búist við að Englandsbanki haldi stýrivöxtum í Bretlandi á næsta vaxtaákvörðunardegi. Þeir eru nú 4,5 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×