Viðskipti erlent

Slóvenar taka upp evru á næsta ári

Evrur.
Evrur.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur samþykkt að leyfa Slóveníu að ganga í myntbandalag sambandsins og taka upp evru sem gjaldmiðil í janúar á næsta ári. Slóvenía verður 13. landið á evrusvæðinu.

Þá er Slóvenía jafnframt fyrsta landið af þeim tíu sem fengu inngöngu í ESB 1. maí árið 2004.

Í nokkurn tíma var vafamál hvort framkvæmdastjórnin myndi samþykkja umsókn stjórnvalda í Slóveníu vegna hárrar verðbólgu, stýrivaxta og fjárlagahalla. Þótti framkvæmdastjórninni sem stjórnvöld hefðu bætt úr og var umsóknin því samþykkt.

Litháen sótti sömuleiðis um aðild að myntbandalaginu en var hafnað vegna mikillar verðbólgu.

Stjórnvöld í Slóveníu horfa til þess að með upptöku evrunnar muni bæði ferðamönnum fjölga auk þess sem erlendir fjárfestar sjái kauptækifæri í fyrirtækjum í landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×