Viðskipti erlent

Abramovitsj kaupir í Rússlandi

Roman Abramovitsj.
Roman Abramovitsj. Mynd/AFP
Millhouse Capital, fjárfestingafélag rússneska milljarðamæringsins Romans Abramovitsj, eiganda breska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur samþykkt að kaupa allt að 41 prósents hlut í rússneska námu- og stálfyrirtækin Evraz Group. Kaupverð hefur ekki verið gefið upp en að sögn erlendra fjölmiðla er hluturinn metinn á 3,2 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði rúmlega 240 milljarða íslenskra króna.

Abramovitsj seldi hlut sinn í olíufélaginu Sibneft til rússneska ríkisgasfyrirtækisins Gazprom í september í fyrra fyrir 13 milljarða Bandaríkjadali, jafnvirði 828 milljarða íslenskra króna.

Uppgangur er í rússneskum stáliðnaði eftir að ljóst varð að rússneska stálfyrirtækið Severstal myndi líklega renna saman við evrópsa fyrirtækið Arcelor. Með samrunanum verður til einn stærsti stálframleiðandi í heimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×