Viðskipti erlent

Hagnaður Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent

Úr einni verslun Hennes & Mauritz í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Úr einni verslun Hennes & Mauritz í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mynd/AFP

Hagnaður sænsku tískuvörukeðjunnar Hennes & Mauritz jókst um 12 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi þessa árs. Fyrirtækið ætlar í útrás til Kína á næsta ári og mun setja á laggirnar verslanir með föt fyrir bæði kynin. Verlsanirnar munu ekki verða reknar í nafni sænska fyrirtækisins.

Verslanakeðjan hefur enn sem komið er ekki gefið upp heiti kínversku verslananna.

Hagnaður verslanakeðjunnar á fjórðungnum, sem endaði í maílok, nam 27 milljörðum íslenskra króna, sem er 3 milljörðum króna meira en á sama tíma í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×