Viðskipti erlent

Meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka látinn

Englandsbanki.
Englandsbanki. Mynd/AFP
David Walton, sá eini meðlimur peningamálanefndar Englandsbanka sem í tvígang hefur verið fylgjandi hækkun stýrivaxta í Bretlandi, lést í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi. Greint var frá því í gær að bankinn hefði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í júní en þeir standa í 4,5 prósentum.

Walton var 43 ára. Hann var hagfræðingur að mennt og starfaði m.a. hjá fjármálaráðuneyti Bretlands og fjárfestingabankanum Goldman Sachs.

Með andláti hans eru nefndarmenn einungis sjö. Þeir eiga að vera níu. Annar nefndarmaður hefur sagt sig frá henni og á eftir að finna eftirmann hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×