Viðskipti erlent

Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð

Warren Buffett og Bill Gates.
Warren Buffett og Bill Gates. Mynd/AFP

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna.

Að sögn viðskiptatímaritsins Forbes er þetta stærsta gjöf sem nokkrum styrktasjóði hefur hlotnast í Bandaríkjunum.

Ákvörðunina tók Buffett í kjölfar þess að Gates, sem er ríkasti maður í heimi, greindi frá því fyrir nokkru að hann hygðist hætta daglegum afskiptum af rekstri Microsoft og beina kröftum sínum að verkefnum góðgerðasjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×