Viðskipti erlent

Mecom kaupir Orkla Media

Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt útgáfufélagið Orkla Media, sem gefur út fjölda dagblaða og tímarita, m.a á Norðurlöndum og í Póllandi. Á meðal dagblaðanna er danska dagblaðið Berlingske Tidende, sem greinir frá kaupunum í dag.

Dagsbrún og fleiri fyrirtæki hafa tekið þátt í viðræðum um kaup á útgáfufélaginu. Fyrr í sumar greindi danska dagblaðið Berlingske Tidende hins vegar frá því að Mecom Group væri eitt eftir í af hópi hugsanlegra kaupenda.

Ekki kemur fram í fregnum blaðsins hversu mikið Mecom greiddi fyrir útgáfufélagið en gengið verður frá kaupunum í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×