Viðskipti erlent

Verðbólgan skapar óvissu

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands.
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP
Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, sagði á fundi með breskum þingmönnum í Bretlandi í dag að hættan sem stafi af verðbólguhækkunum á heimsvísu hafi skapað óvissu í efnahagslífi margra þjóða. King sagði ástæður verðbólguhækkana undanfarið stafa helst af miklum verðhækkunum á olíu og gasi en vegna þessa væru seðlabankar víða um heim undir þrýstingi að hækka stýrivexti.

Ennfremur sagði seðlabankastjórinn að kollegi sinn í Bandaríkjunum væri í sérstaklega erfiðri stöðu þar sem verðbólgan hefði aukist þar í landi þrátt fyrir minni eftirspurnar á innanlandsmarkaði og hægingar á efnahagslífinu.

Fátt bendir til að Englandsbanki hækki stýrivexti sína, sem eru 4,5 prósent og hafa verið óbreyttir síðan í ágúst á síðasta ári. Ástæðan fyrir því að stýrivextir hafa staðið óbreyttir í þetta langan tíma eru þær að litlar breytingar hafa orðið í bresku efnahagslífi síðan bankinn birti síðustu verðbólguspá sína í maí, að sögn Kings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×