Erlent

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun úrskurða um sérstakan herrétt yfir föngum í Guantanamo

MYND/AP
Búist er við að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurði öðru hvoru megin við helgina um lögmæti þess að sérstakur dómstóll hafi verið skipaður til að fara með mál grunaðra hryðjuverkamanna sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Réttarhlé hefst um mánaðamótin og á rétturinn eftir að taka fyrir mál Jemena sem hefur verið í haldi í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í fjögur ár. Sá var eitt sinn bílstjóri Osama bin Ladens, leiðtoga al-Kaída hryðjuverkasamtakanna. Hæstarétti Bandaríkjanna hefur verið falið að úrskurða um lögmæti þess að skipa eins konar hérrétt til að taka á málum fanganna en samkvæmt þeim dómstól mun föngungum ekki tryggð öll sú lagavernd sem þeir hefðu annars. Á fimmta hundrað meintra hryðjuverkamanna eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×