Erlent

Ísraelar halda áfram árásum á Gaza

Frá Gaza svæðinu.
Frá Gaza svæðinu. Mynd/AP

Miklum blóðsúthellingum er spáð ef Ísraelar hætta ekki aðgerðum sínum fyrir því að ísraelskur hermaður verði látinn úr haldi herskárra Palestínumanna.

Ísraelskir skriðdrekar og brynvarðar jarðýtur réðust inn norðurhluta Gaza í morgun og að sögn hersins er árásin ekki undanfari stærri aðgerða gegn Palenstínu heldur er aðeins verið að reyna að staðsetja göng og sprengiefni nærri landamærunum. Þá hélt Ísraelsher áfram loftárásum sínum á Gazaborg og voru skotmörkin skrifstofubyggingar sem herinn telur að hryðjuverkamenn hafi hafst við í en þar eru meðal annars skrifstofur hjálparstofnana. Engan sakaði í árásinni en hún er liður í baráttu Ísraelshers fyrir því að fá hermann sem haldið er af hreyfingu Palestínumanna, verði leystur úr haldi.

Skrifstofubyggingarnar sem Ísraelar gerðu árásir á þykja táknrænar fyrir Palestínu og hefur miklum blóðsúthellingum verið spáð í kjölfar þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×