Erlent

Kosningaúrslit í Mexíkó enn ókunn

MYND/AP
Úrslit forseta kosninganna í Mexíkó verða ekki kunn fyrr en á miðvikudag.

Mjög mjótt er á mununum en útgönguspár sýna að frambjóðendurnir Andres Manuel Lopez Obrador og íhaldsmaðurinn Felipe Calderon séu nær hnífjafnir. Óttast er að ef niðurstöður kosninganna verða samkvæmt spánum þá gæti það leitt til stjórnmálakreppu, mótmæla og óstöðugleika í Mexikó. Báðir frambjóðendur hafa lýst yfir sigri í kosningunum en segjast þó munu virða úrslitin hver svo sem þau kunna að vera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×