Viðskipti erlent

Rætt um stýrivexti í Japan

Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra Japans.
Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra Japans. Mynd/AFP

Japanskir ráðamenn ræddu um næstu skref japanska Seðlabankans á þinginu í dag. Kaoru Yosano, banka- og efnahagsmálaráðherra landsins, sagði markaðsaðstæður vera komnar á þann veg að Seðlabankinn geti hækkað stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Vextir hafa staðið óbreyttir í núlli síðastliðin fimm ár.

Sadakazu Tanigaki, fjármálaráðherra, hvatti stjórn Seðlabankans hins vegar til að halda að sér höndum því rót geti komið á japanskt fjármálalíf hækki bankinn stýrivexti.

Umræður um hugsanlega stýrivaxtahækkun japanska seðlabankans hófust í kjölfar þess að niðurstöður væntingakönnunar voru birtar. Þar kemur m.a. í ljós að fyrirtæki eru bjartsýnari um framtíðina þrátt fyrir verðhækkanir undanfarna mánuði.

Búist er við að stjórn Seðlabankans hækki stýrivexti um 25 punkta að loknum tveggja daga fundi sínum 13. júlí næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×