Tilraunaskot skekur markaðinn 5. júlí 2006 10:21 Við kauphöllina í Japan. Mynd/AFP Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Gengi hlutabréfa lækkaði hratt á mörkuðum í Suður-Kóreu og Japan eftir tilraunaskot Norður-Kóreumanna. Markaðurinn jafnaði sig eftir því sem á leið og endaði í lækkun upp á 0,5 til 0,7 prósent. Sömu sögu er að segja að gengi gjaldmiðla í báðum löndunum. Gengi gulls hækkaði hins vegar örlítið fyrst í stað en lækkaði þegar á leið. Þá lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Evrópu um hálf prósentustig en fjárfestar í álfunni bíða viðbragða fjárfesta í Bandaríkjunum við tilraunaskoti Norður-Kóreumanna. Fjármálasérfræðingar telja tilraunaskotið hafa haft tímabundin áhrif á gengi hlutabréfa. Nikkei- 225 hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 0,7 prósent og var þar með endir bundinn á fjögurra daga samfleyta hækkun hennar. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði hins vegar um 0,5 prósent. Talsmaður seðlabanka Suður-Kóreu sagði tilraunaskotið geta haft áhrif á ákvörðun bankanna um hækkun stýrivaxta í vikunni. Fastlega er búist við að seðlabanki Japans hækki stýrivexti í næstu viku en þeir hafa staðið við núll prósent síðastliðin fimm ár. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Gengi hlutabréfa lækkaði hratt á mörkuðum í Suður-Kóreu og Japan eftir tilraunaskot Norður-Kóreumanna. Markaðurinn jafnaði sig eftir því sem á leið og endaði í lækkun upp á 0,5 til 0,7 prósent. Sömu sögu er að segja að gengi gjaldmiðla í báðum löndunum. Gengi gulls hækkaði hins vegar örlítið fyrst í stað en lækkaði þegar á leið. Þá lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Evrópu um hálf prósentustig en fjárfestar í álfunni bíða viðbragða fjárfesta í Bandaríkjunum við tilraunaskoti Norður-Kóreumanna. Fjármálasérfræðingar telja tilraunaskotið hafa haft tímabundin áhrif á gengi hlutabréfa. Nikkei- 225 hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 0,7 prósent og var þar með endir bundinn á fjögurra daga samfleyta hækkun hennar. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði hins vegar um 0,5 prósent. Talsmaður seðlabanka Suður-Kóreu sagði tilraunaskotið geta haft áhrif á ákvörðun bankanna um hækkun stýrivaxta í vikunni. Fastlega er búist við að seðlabanki Japans hækki stýrivexti í næstu viku en þeir hafa staðið við núll prósent síðastliðin fimm ár.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira