Viðskipti erlent

Fyrrum forstjóri Enron látinn

Kenneth Lay er hann svaraði fyrirspurnum blaðamanna eftir að kviðdómur í Houston í Texas fann hann sekan um fjár- og bókhaldsvik í lok maí.
Kenneth Lay er hann svaraði fyrirspurnum blaðamanna eftir að kviðdómur í Houston í Texas fann hann sekan um fjár- og bókhaldsvik í lok maí. Mynd/AFP

Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri bandaríska orkurisans Enron, lést í morgun af völdum hjartaáfalls. Hann var 64 ára. Kviðdómur í Texas fann Lay og Jeffrey Skilling, fyrrum samstarfsfélaga hans, seka um stórfelld fjár- og bókhaldsbrot í lok maí og áttu þeir yfir höfði sér áratuga fangelsisvist.

Orkurisinn Enron, sem eitt sinn var stærsta fyrirtæki heims á sviði sölu á gasi og raforku, varð gjaldþrota árið 2001. Rannsókn á fyrirtækinu leiddi í ljós að stjórnendur fyrirtækisins hefðu falsað afkomutölur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×