Rýmka á lög um stofnfrumurannsóknir 21. júlí 2006 19:00 Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Stofnfrumurannsóknir hafa verið stundaðar hér á landi í rúman áratug en lög sem gilda um þær koma í veg fyrir að íslenskir fósturvísar séu notaðir í slíkar rannsóknir. Það kann þó að breytast næsta vetur ef Alþingi samþykkir lagafrumvarp sem nú er í undirbúningi. Blóðbankinn, Krabbameinsfélag Íslands og læknadeild Háskóla Íslands eru meðal þeirra sem hafa stundað rannsóknir á stofnfrumum hérlendis. Mest megnis er notast við fullorðinsstofnvísa en einnig fósturvísa. Stofnfrumurannsóknir takmarkast þó af lögum um tæknifrjóvganir sem banna að íslenskir fósturvísar séu notaðir til rannsókna. "Það er í rauninni ekki bannað að rannsaka stofnfrumur," segir Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu sem stýrði störfum nefndar sem samdi drög að lagafrumvarpi um stofnfrumurannsóknir. "Vandinn er sá að þær fást bara eftir ákveðnum leiðum og það er það sem verið er að reyna að rýmka um með breyttri löggjöf." Eins og staðan er í dag eru stofnfrumurannsóknir leyfilegar hérlendis. Ræktun fósturvísa og notkun umframfósturvísa er bönnuð en heimilt að flytja fósturvísa inn erlendis frá og nota þá við rannsóknir. Ný lagasetning er í undirbúningi. Heimilt verður að nota umframfósturvísa frá tæknifrjóvgunum en gera má ráð fyrir að 100 til 200 umframfósturvísum sé eytt á ári hverju. Ræktun fósturvísa til rannsókna verður enn óheimil en einrækta má fósturvísa í undantekingatilfellum ef þeir geta nýst til lækninga eða til að auka þekkingu. Blátt bann verður þó lagt við að slíkum fósturvísum sé komið fyrir í legi kvenna. Rannsóknadeild Blóðbankans hefur unnið með blóðmyndandi stofnfrumur sem má nota til að hjálpa fólki sem á við alvarleg veikindi að stríða. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, varar fólk þó við að búast við of miklu af stofnfrumurannsóknum of snemma. "Ég held að stofnfrumurannsóknir komi í framtíðinni til með að hafa mikið vægi fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi en eins og er er þetta náttúrulega bara þekkingarleit," segir Ólafur. "Við erum að reyna að skilja það sem ákveðnar frumur gera, hvernig þær starfa, hvernig þær virka. Ég held það sé mikilvægt að fólk átti sig á því að orðið stofnfruma er ekki gullið tækifæri til að lækna og leysa öll heilbrigðisvandamál." George W. Bush Bandaríkjaforseti beitti í vikunni neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að opinberu fé yrði veitt í stofnfrumurannsóknir. Forsetinn sagði að með notkun fósturvísa væri saklausum mannslífum fórnað og að slíku tæki hann ekki þátt í. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Lóu Aldísardóttur og Hallgríms Thorsteinssonar í Fréttavaktinni á NFS í dag. Hann sagði markmiðið með stofnfrumurannsóknum að koma í veg fyrir mannlegar þjáningar og gaf lítið fyrir rök Bandaríkjaforseta. "Þetta er sami forsetinn og hikar aldrei við að gefa tilskipanir um að henda sprengjum á þéttbýliskjarna þar sem býr saklaust fólk, og svo framvegis."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira