Mikil mengun vegna slyssins 25. júlí 2006 12:00 Ökumaður bílsins var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Hann er þó ekki talinn vera alvarlega slasaður. Mynd/GVA Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans. Bíllinn var að koma frá olíubirgðastöð Olíudreifingar á Akureyri með 20 þúsund lítra af bensíni á tanknum og tíu þúsund lítra í tanki tengisvagns, þegar hann valt á veginum við Stórutjarnir í Ljósvatnsskarði, laust fyrir klukkan níu í morgun. Grétar Mar Steinarsson, forstöðumaður dreifingarsviðs Olíudreifingar, segir ekki liggja ljóst fyrir hvað gerðsit, en sennilega hafi bensínflutningabíllinn verið að mæta öðrum bíl þegar hann valt. Bílstjórinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, og var hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi lekið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins. Tuttugu þúsund lítrar voru í tanki bílsins en tíu þúsund lítrar í tengivagninum. Bíllinn liggur á hliðinni á veginum og lokar honum en tengivagninn er utan vegar. Lögregla frá Húsavík og Akureyri ásamt slökkviliði frá Akureyri og úr Þingeyjarsveit eru á vettvangi til að koma í veg fyrir eldsvoða. Bíllinn er þversum á veginum en engin hjáleið er framhjá vettvangi. Talsmenn lögreglu telja að hægt verði að opna veginn um klukkan tvö, en töluverð röð bíla myndaðist vestan meginn slysstaðarins í morgun. Olíudreifing hefur sent dælur og annan nauðsynlegan búnað frá Reykjavík og Akureyri á slysstað til að dæla bensíni af tönkum bílsins og úr umhverfinu. Ljóst er að töluverð mengun hefur orðið vegna slyssins. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Sjá meira
Lögreglan á Húsavík og Akureyri lokaði margra ferkílómetra svæði af í Ljósavatnsskarði laust fyrir klukkan níu í morgun vegna sprengihættu, sem skapaðist eftir að fulllestaður bensínflutningabíll valt á þjóðveginum og þúsundir lítra af bensíni runnu úr geymum hans. Bíllinn var að koma frá olíubirgðastöð Olíudreifingar á Akureyri með 20 þúsund lítra af bensíni á tanknum og tíu þúsund lítra í tanki tengisvagns, þegar hann valt á veginum við Stórutjarnir í Ljósvatnsskarði, laust fyrir klukkan níu í morgun. Grétar Mar Steinarsson, forstöðumaður dreifingarsviðs Olíudreifingar, segir ekki liggja ljóst fyrir hvað gerðsit, en sennilega hafi bensínflutningabíllinn verið að mæta öðrum bíl þegar hann valt. Bílstjórinn er ekki talinn alvarlega slasaður, en hann er töluvert lemstraður eftir veltuna, og var hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Í tilkynningu frá Olíudreifingu segir að verulegt magn af bensíni hafi lekið úr tengivagninum en minna úr tanki bílsins. Tuttugu þúsund lítrar voru í tanki bílsins en tíu þúsund lítrar í tengivagninum. Bíllinn liggur á hliðinni á veginum og lokar honum en tengivagninn er utan vegar. Lögregla frá Húsavík og Akureyri ásamt slökkviliði frá Akureyri og úr Þingeyjarsveit eru á vettvangi til að koma í veg fyrir eldsvoða. Bíllinn er þversum á veginum en engin hjáleið er framhjá vettvangi. Talsmenn lögreglu telja að hægt verði að opna veginn um klukkan tvö, en töluverð röð bíla myndaðist vestan meginn slysstaðarins í morgun. Olíudreifing hefur sent dælur og annan nauðsynlegan búnað frá Reykjavík og Akureyri á slysstað til að dæla bensíni af tönkum bílsins og úr umhverfinu. Ljóst er að töluverð mengun hefur orðið vegna slyssins.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Sjá meira