Mun færri fá greiddar vaxtabætur í ár en fyrra 26. júlí 2006 18:32 Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira