Hagnaður Landsbankans 20,4 milljarðar króna 27. júlí 2006 09:05 Landsbankinn. Mynd/Hari Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á fyrstu sex mánuðum ársins nam 20,4 milljörðum króna eftir skatta. Hagnaður fyrir skatta nam 25 milljörðum króna á tímabilinu sem er 11,9 milljörðum krónum meira en á sama tíma fyrir ári. Hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi nam rúmum 6,1 milljarði króna, sem er rúmum milljarði krónu meira en á sama tíma fyrir ári. Í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands kemur fram að grunntekjur Landsbankans (vaxtamunur og þjónustutekjur) hafi numið 36,4 milljörðum króna og er það 19,4 milljarða króna aukning frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 8,9 milljarða krónur á milli ára. Tekjur af erlendri starfsemi námu 20,6 milljörðum króna eða 45 prósent af heildartekjum bankans samanborið við 4 milljarða og 16 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins í fyrra. Þá jukust innlán viðskiptavina landsbankans um 42 prósent á tímabilinu og námu þau 475 milljörðum króna í lok júní. Innlán nema 37 prósent af heildarútlánum til viðskiptavina. Haft er eftir Sigurjón Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, að afkoman á fyrri helmingi ársins hafi verið mjög góð. „Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum nam gengishækkun hlutabréfasafns bankans 13 prósentum frá áramótum. Samþætting einstakra félaga og starfsþátta samstæðunnar miðar vel og myndar Landsbankinn og dótturfyrirtæki hans nú sterkan grunn til að byggja upp öfluga fyrirtækja- og fjárfestingabankaþjónustu í Evrópu," segir hann. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri, segir ákveðins óróa hafi gætt á þeim mörkuðum sem bankinn sæki fjármagn til en aðstæður hafi farið batnandi og viðhorf fjárfesta til fjárfestinga í skuldabréfum bankans sé orðið jákvæðara. Landsbankinn gekk í gær frá 600 milljóna evra sambankaláni en það er stærsta sambankalán sem íslenskt fjármálafyrirtæki hefur tekið til þessa. Þá hefur bankinn gengið frá 7,5 milljarða dala 144A lánaramma í Bandaríkjunum en það opnar möguleika bankans til enn frekari áhættudreifingu í fjármögnun sinni, að sögn Halldórs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent