Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu 8. ágúst 2006 19:00 Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Sjá meira
Kríuvarp virðist hafa brugðist á suðvesturhorninu og þá sérstaklega vestast á Seltjarnarnesi þar sem algjör viðkomubrestur varð hjá kríunni. Fuglafræðingur telur að sandsílaskorti sé um að kenna og segir hann það vera áhyggjuefni fyrir fleiri fuglategundir. Kríuvarp var með eðlilegu móti á Austur- og Suðurlandi en á Snæfellsnesi urpu kríur um mánuði seinna en síðustu ár og eru því nú að koma ungum sínum upp. Aðra sögu er að segja af Suðvesturhorninu. Vestast á Seltjarnarnesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en fuglafræðingar segja hins vegar að einungis nokkrir kríuungar hafi komist á legg og því er krían á bak og burt. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að í fyrra hafi verið mjög gott varp á Seltjarnarnesi en þó hafi engir ungar komist upp. Nú hafi kríurnar hins vegar ekkert orpið. Sennilegast sé ætisskorti um að kenna. Þetta sé líklega það sama og valdi því að sílamávur leiti meira inn í land en áður. Það er skortur á sandsílum sem er talin helsta ástæða viðkomubrestsins en Jóhann segir að eftir eigi að kanna hvað valdi þeim skorti. Hafrannsóknastofnunin hefur nýverið hafið rannsókn á sandsílastofninum en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Jóhann segir þróunina áhyggjuefni. Það séu ekki bara kría og sílamávur sem verði fyrir áhrifum af sílaskortinum heldur einnig lundi, súla, skarfur og allir sjófuglar sem lifi á sandsíli. Kylfingar á Nesinu hafa oft þurft að glíma við bæði kúluna og kríuna þar sem hin síðarnefnda hefur gengið hart fram í að verja afkvæmi sín. Í sumar hefur hins vegar engin afkvæmi verið að verja og því krían ekki eins árásargjörn. Sú breyting mælist misvel hjá kylfingum. Árni Halldórsson, framkvæmdastjóri Nesklúbbsins, segir suma sátta en aðra sakna kríunnar. Það geri hann sjálfur. Aðspurður segir hann að forvitnilegt verði að fylgjast með því hvernig kríunni reiði á Nesinu á næsta ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Sjá meira