Gætu þurft að skýra betur verðbreytingar 9. ágúst 2006 19:45 Ferðaskrifstofur gætu þurft að gera skýrar grein fyrir verðbreytingum sínum á næstunni eftir að Neytendastofa komst að því að hækkun fyrr á árinu vegna gengisbreytinga væri ólögmæt. Neytendasamtökin ráðleggja fólki sem hyggst skipta niður greiðslum vegna pakkaferða að gera það með fyrirvara þar til úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir. Helstu ferðaskrifstofur landsins hækkuðu í vor verð á sumarferðum sínum og báru því við að gengi krónunnar hefði lækkað töluvert. Vísuðu þær þar til almennra ferðaskilmála hjá Samtökum aðila í ferðaþjónustu. Hækkanirnar náðu meðal annars til ferða sem gengið var frá síðastliðinn vetur en voru ekki að fullu greiddar. Við þetta sætti einn af viðskiptavinum Heimsferða sig ekki við og kvartaði til Neytendastofu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Heimsferðir hefðu ekki farið að lögum um alferðir, eða pakkaferðir, þar sem ferðaskrifstofan hefði ekki tilgreint nákvæmlega í bæklingum eða með reikningi hvaða áhrif gengisbreytingar gætu haft á verð pakkaferða. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar neytendamála. Fjölmargir hafa haft samband við Neytendasamtökin í sumar vegna verðbreytinganna. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, segir úrskurðinn í raun aðeins ná til þess sem kvartaði en bíða verði endanlegs úrskurðar til að kanna hvort einhverjir eigi rétt á endurgreiðslu vegna verðhækkananna. Hildigunnur segir samtökin ráðleggja fólki hér eftir að greiða með fyrirvara um réttmæti hækkunar vegna gengisbreytinga úr því að Neytendastofa hafi fellt þennan úrskurð. Það sé þó ekki þar með sagt að það fái endurgreiðslu. Það auðveldi hins vegar endurgreiðslur ef greitt sé með fyrirvara. Það geri fólk með því að skrifa t.d. á samning: „Greitt með fyrirvara um réttmæti kröfu." og það verði að gæta þess að halda eftir afriti af honum. Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Ferðaskrifstofur gætu þurft að gera skýrar grein fyrir verðbreytingum sínum á næstunni eftir að Neytendastofa komst að því að hækkun fyrr á árinu vegna gengisbreytinga væri ólögmæt. Neytendasamtökin ráðleggja fólki sem hyggst skipta niður greiðslum vegna pakkaferða að gera það með fyrirvara þar til úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir. Helstu ferðaskrifstofur landsins hækkuðu í vor verð á sumarferðum sínum og báru því við að gengi krónunnar hefði lækkað töluvert. Vísuðu þær þar til almennra ferðaskilmála hjá Samtökum aðila í ferðaþjónustu. Hækkanirnar náðu meðal annars til ferða sem gengið var frá síðastliðinn vetur en voru ekki að fullu greiddar. Við þetta sætti einn af viðskiptavinum Heimsferða sig ekki við og kvartaði til Neytendastofu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Heimsferðir hefðu ekki farið að lögum um alferðir, eða pakkaferðir, þar sem ferðaskrifstofan hefði ekki tilgreint nákvæmlega í bæklingum eða með reikningi hvaða áhrif gengisbreytingar gætu haft á verð pakkaferða. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar neytendamála. Fjölmargir hafa haft samband við Neytendasamtökin í sumar vegna verðbreytinganna. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna, segir úrskurðinn í raun aðeins ná til þess sem kvartaði en bíða verði endanlegs úrskurðar til að kanna hvort einhverjir eigi rétt á endurgreiðslu vegna verðhækkananna. Hildigunnur segir samtökin ráðleggja fólki hér eftir að greiða með fyrirvara um réttmæti hækkunar vegna gengisbreytinga úr því að Neytendastofa hafi fellt þennan úrskurð. Það sé þó ekki þar með sagt að það fái endurgreiðslu. Það auðveldi hins vegar endurgreiðslur ef greitt sé með fyrirvara. Það geri fólk með því að skrifa t.d. á samning: „Greitt með fyrirvara um réttmæti kröfu." og það verði að gæta þess að halda eftir afriti af honum.
Fréttir Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira