Radarbyssur sunnlenskra sveitalögreglumanna stöðva eins og ekkert sé, hvern erlenda James Bond aðdáandann á fætur öðrum, sem geysast í pílagrímaferðir austur að Bond Lagoon, eins og þeir kalla Jökulsárlón.
Athygli hefur vakið í sumar og nokkur undanfarin sumur hversu margir útlendingar eru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur í umdæmum lögreglunnar á Hvolsvelli og Víkur í Mýrdal, í samanburði við önnur umdæmi. Einnig að útlendingar, sem stöðvaðir eru fyrir hraðakstur þar, mælast að jafnaði á talsvert meiri hraða en annarstaðar á landinu. Lögreglumaður í Vík giskar á að um það bil þriðjungur allra ökumanna, sem stöðvaðir eru fyrir hraðakstur, séu útlendingar, og hlutfallið er uppundir það sama á Hvolsvelli. Athugulir lögrelgumann úr Vík hafa að undanförnu spurt nokkra þessara útlendinga hvað valdi þessum mikla flýti, og hefur þá komið í ljós að viðkomandi eru oftar en ekki í pílagrímsferðum austur í Bond Lagoon, eða Jökulsárlón á máli innfæddra, og ætla að hespa ferðunum af á einum degi, líkt og njósnara hennar hátignar, James Bond myndi ekki muna um á sínum mörg hundruð hestafla Aston Martin, vopnuðum vél- og laserbyssum i bak og fyrir. Það er því stílbrot í þessum hughrifum að ekki þrufi nema radarbyssur sunnlenskra lögreglumanna, til að skjóta niður jarisana, sem þeir höfðu tekið á leigu til æsiferðanna.
Innlent