Ber við vanþekkingu og fákunnáttu 10. ágúst 2006 18:54 Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Vanþekking og fákunnátta sjávarútvegsráðherra á veiðireglum leiðir líklega til þess að hann á yfir höfði sér kæru fyrir ólöglegar lundaveiðar fyrr í sumar. Ráðherra segir leiðinlegt að hann hafi ekki farið að reglum og hyggst skýra mál sitt fyrir Umhverfisstofnun. Fréttablaðið birti í fyrradag frétt um árlega lundaveiðiferð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra og félaga út í Grímsey á Steingrímsfirði. Eftir ábendingar fóru starfsmenn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar að grennslast fyrir um það hvort ráðherra hefði gilt veiðikort, en þess er þörf við allar veiðar á villtum dýrum öðrum en rottum, músum og minkum. Í ljós kom að ráðherra og nokkrir félaga hans voru ekki með veiðikort. Einar K. Guðfinnsson segir það helgast af því að hann hafi ekki vitað að það þyrfti að hafa veiðikort til lundaveiða og honum hefði aldrei verið bent á það. Ráðherra segist hafa veitt nokkra tugi lunda í ferðinni en veiðarnar hafi hann alla tíð stundað án veiðikorts. Brjóti menn gegn reglugerð um veiðikort getur það varðað sektum, varðhaldi eða fangelsi og þá getur ríkissjóður gert veiðifangið og veiðitækin upptæk. Sigurður Þór Guðleifsson, lögmaður Umhverfisstofnunar, segir að ráðherra og félögum hans hafi verið sent bréf þar sem óskað er skýringa á athæfinu. Framhald málsins ráðist af svörum þeirra. Um yfirvofandi ákæru segir sjávarútvegsráðherra að hann muni svara Umhverfisstofnun en meira geti hann ekki gert. Honum þyki leiðinilegt að hafa ekki fylgt reglum um veiðikort en hann hafi ekki vitað betur. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá Umhverfisstofnun í dag eftir að fréttir bárust af ólöglegum veiðum ráðherrans og hafa flestir verið að sækja um veiðikort. Sjálfur segist ráðherra vonast til að komast aftur til veiða á næsta ári en þá með gild plögg.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira