Mótmælendur héldu starfsfólki í gíslingu 14. ágúst 2006 18:43 Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar stormuðu inn á skrifstofu fyrirtækisins Hönnunar á Reyðarfirði í dag og héldu starfsfólki þar í gíslingu. Samtímis var farið inn á byggingarsvæði Bechtel og ALCOA og vinna þar stöðvuð. Mótmælendurnir eiga nú yfir höfði sér kæru vegna skemmdarverka og frelsissviptingar. Það var um klukkan níu í morgun sem mótmælendur gengu inn á skrifstofu Hönnunar á Reyðarfirði og lokuðu útgönguleiðum skrifstofunnar. Að sögn starfsmanna var þeim mjög brugðið enda ekki hverjum degi sem menn séu sviptir frelsi á þennan hátt. Mótmælendur hafa aðra sögu að segja af viðburðum morgunsins. Þeir segjast hafa komið á skrifstofuna til þess eins að mótmæla og að þeir hafi verið friðsamir þar til starfsfólkið réðst að þeim af hörku. Með aðgerðum sínum segjast mótmæelndur vera að sýna andstöðu við þátttöku Hönnunar í þeim óhæfuverkum sem framin eru gegn íslenskri náttúru og þjóðfélagi. Mótmælendur hafa hafst við á túninu við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði síðan lörgeglan á Egilsstöðum upprætti tjaldbúðir þeirra við Lindur. Einn þeirra fór inn á vinnusvæði Bectel við álverið í morgun en þar sem mjög strangar öryggisreglur eru á svæðinu stöðvaðist öll vinna á því þar til lögregla hafði fjarlægt manninn. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru þeir vonsviknir yfir að mótmælendur hafi ákveðið að fara þessa leið en Alcoa hafði látið útbúa sér aðstöðu fyrir mótmæli rétt við álverið en utan hættusvæðis. Í fréttatilkynningu sem Alcoa sendi frá sér síðdegis harmar félagið að sama skapi aðgerðirnar enda hafi Alcoa ætíð verið þeirrar skoðunar að fólk hafi frelsi til að mótmæla. Hins vegar sé ekki hægt að leyfa fólki að fara um á svæði sem það og aðra í hættu. Alcoa undirbýr nú kæru á hendur manninum sem fór um svæðið í morgun og starfsmenn Hönnunar hafa þegar kært mótmælendur fyrir frelsissviptingu og eignaspjöll.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira