Lífið

Símon leikur á Gljúfrasteini

Líkt og áður hefjast tónleikarnir  á Gljúfrasteini klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur.
Líkt og áður hefjast tónleikarnir á Gljúfrasteini klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur.

Á sunnudaginn er komið að næst síðustu tónleikum sumarsins á Gljúfrasteini. Að þessu sinn i mun gítarleikarinn Símon H. Ívarsson leika blóðheita og suðræna tóna, ættaða frá Andalúsíu á Spáni. Verkin á efnisskránni eru eftir nokkur af helstu tónskáldum Spánverja, þá Gaspar Sanz, E. Granados, Manual de Falla og Isack Albeniz. Líkt og áður hefjast tónleikarnir klukkan 16.00 og aðgangseyrir er aðeins 500 krónur.

Símon H. Ívarsson lauk fullnaðarprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og einleikaraprófi frá Hochschule für Musik und Darstellende Kunst hjá prófessor Karl Scheit. Símon starfaði síðan við Tónlistarskólann í Luzern í Sviss, en hefur síðastliðin 23 ár kennt við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, en auk þess að kenna á hljóðfæri sitt kennir hann kammermúsík. Símon hefur sótt fjölmörg námskeið, m.a. til Spánar, Ítalíu, Sviss og Austurríkis. Jafnframt hefur Símon sérhæft sig í Flamencotónlist og farið sérstakar námsferðir til Spánar í þeim tilgangi. Hann hefur leikið víða bæði hér heima og erlendis og margsinnis komið fram í útvarpi og sjónvarpi auk þess að stjórna útvarpsþáttum um gítar og gítartónlist. Fyrir þremum árum stofnaði Símon Kammerkór Mosfellsbæjar og er hann stjórnandi kórsins.

Símon hefur leikið inn á nokkrar hljómplötur þ.á.m. tvær með orgelleikaranum Orthulf Prunner. Árið 2004 kom út platan Glíman við Glám þar sem Símon leikur tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson en platan var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins.

Efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn:

Gaspar Sanz:

(1640-1710)

Españoleta

E. Granados:

(1867-1916)

Dans Espanola nr. 5

Manual de Falla:

(1876-1946)

Danza de molinero (Farruca)

Isack Albeniz:

(1860-1909)

Zambra Granadina

Torre Bermeja

Sevillas

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.