Hefur mikla trú á Roy Keane sem stjóra 25. ágúst 2006 16:02 Sir Alex Ferguson hefur miklar mætur á fyrrum fyrirliða Manchester United og hefur fulla trú á honum sem knattspyrnustjóra NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist hafa mikla trú á Roy Keane sem knattspyrnustjóra, en talið er víst að Keane muni taka við stjórnartaumunum hjá 1. deildarliði Sunderland um helgina. Keane var fyrirliði og lykilmaður Manchester United í 12 ár undir stjórn Ferguson. "Þessi tíðindi koma kannski öllu fyrr en ég átti von á," sagði Ferguson í samtali við Sky sjónvarpsstöðina. "En í knattspyrnuheiminum er það oft þannig að ef maður stekkur ekki á tækifærin strax, er óvíst að þau komi yfir höfuð. Roy gæti verið með það efst í huga ef hann ætlar sér að taka við Sunderland - það er ekki gott að vera lengi frá leiknum í einu og ég fékk þau skilaboð sjálfur þegar ég hætti að spila," sagði Ferguson og bætti við að sér litist nokkuð vel á Sunderland sem félag fyrir Keane. "Sunderland er stór klúbbur með merka sögu, góða stuðningsmenn og fínan völl, svo mér sýnist allt vera jákvætt við þetta. Það verður hinsvegar ekki auðvelt fyrir hann að gerast knattspyrnustjóri, því það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara. Það er ekki auðvelt að fá vinnu sem stjóri í dag og hlutirnir eru að breytast mikið. Leikmannamálin verða sí erfiðari, samningar, fjölmiðlar og annað slíkt er orðið tímafrekt," sagði Ferguson og skoraði á Keane að fá Brian Kidd sér til aðstoðar í starfinu ef hann tekur við Sunderland. "Keane þekkir Brian frá því þeir störfuðu saman hjá Manchester United og ég hugsa að flestir myndu reyna að fá sér aðstoðarmann sem þeir þekkja vel," sagði Ferguson.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira