Mikill verðmunur á bílatryggingum 25. ágúst 2006 17:08 Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. ASÍ sendi mann út með Volkswagen Golf sem lét öll félögin sex gera tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubílinn. Talsverður munur reyndist á bæði iðgjaldi og skilmálum félaganna. Mestur var munurinn á tryggingafélaginu Elísabetu sem var með tilboð frá 51.000 krónum og Sjóvá-Almennum sem gerði tilboð upp á tæplega 80.000 krónur. Munar þar 29.000 krónum eða 56% á ársgrundvelli. Hjá Elísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingarmiðstöðinni er einnig iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bætur úr ábyrgðartryggingu eða slysatrygginu, sem eru 50.000 krónur eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 krónur hjá Elísabetu og Tryggingamiðstöðinni og 18.000 hjá Sjóvá- Almennum og Sjóvá-Strax. En þessar upphæðir leggjast ofan á fyrri tryggingu valdi bifreiðareigandi tjóni upp á 50.000 krónur eða meira. Hjá Vátryggingafélagi Íslands og Verði-Íslandstryggingu er fyrirkomulagið annað, en þar er bónuskerfi og lækkar bónusinn við næstu endurnýjun og iðgjöldin hækka ef viðskiptavinur veldur tjóni sem félagið greiðir bætur fyrir. Skilmálar um framrúðutryggingu eru ekki eins milli fyrirtækja og er VÍS eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins, en ekki bara framrúðuna. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu en mismunandi mikil. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Elísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð 2.200 og hámark 22.000 og hjá Elísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 krónur og að hámarki 19.900. Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. ASÍ sendi mann út með Volkswagen Golf sem lét öll félögin sex gera tilboð í lögboðnar ökutækjatryggingar og framrúðutryggingu fyrir fjölskyldubílinn. Talsverður munur reyndist á bæði iðgjaldi og skilmálum félaganna. Mestur var munurinn á tryggingafélaginu Elísabetu sem var með tilboð frá 51.000 krónum og Sjóvá-Almennum sem gerði tilboð upp á tæplega 80.000 krónur. Munar þar 29.000 krónum eða 56% á ársgrundvelli. Hjá Elísabetu, Sjóvá, Sjóvá-Strax og Tryggingarmiðstöðinni er einnig iðgjaldsauki sem greiða þarf ef félagið greiðir út bætur úr ábyrgðartryggingu eða slysatrygginu, sem eru 50.000 krónur eða hærri. Iðgjaldsaukinn er 15.000 krónur hjá Elísabetu og Tryggingamiðstöðinni og 18.000 hjá Sjóvá- Almennum og Sjóvá-Strax. En þessar upphæðir leggjast ofan á fyrri tryggingu valdi bifreiðareigandi tjóni upp á 50.000 krónur eða meira. Hjá Vátryggingafélagi Íslands og Verði-Íslandstryggingu er fyrirkomulagið annað, en þar er bónuskerfi og lækkar bónusinn við næstu endurnýjun og iðgjöldin hækka ef viðskiptavinur veldur tjóni sem félagið greiðir bætur fyrir. Skilmálar um framrúðutryggingu eru ekki eins milli fyrirtækja og er VÍS eina félagið þar sem tryggingin nær yfir allar rúður bílsins, en ekki bara framrúðuna. Hjá öllum félögum er sjálfsábyrgð ef skipta þarf um rúðu en mismunandi mikil. Sjálfsábyrgðin er 15% af verðmæti nýrrar rúðu hjá Sjóvá-Almennum, Sjóvá-Strax og Verði, en 10% hjá VÍS, Tryggingamiðstöðinni og Elísabetu. Hjá Tryggingamiðstöðinni er lágmarks sjálfsábyrgð 2.200 og hámark 22.000 og hjá Elísabetu er lágmarks sjálfsábyrgð 1.990 krónur og að hámarki 19.900.
Fréttir Innlent Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira