Við verðum að stöðva Eið Smára 31. ágúst 2006 17:44 Eiður Smári Guðjohnsen NordicPhotos/GettyImages David Healy, leikmaður Leeds og norður-írska landsliðsins, segir það algjört lykilatriði fyrir sína menn að halda aftur af Eiði Smára Guðjohnsen á laugardaginn þegar Íslendingar sækja Norður-Íra heim í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. Í grein í Belfast Telegraph í dag kemur fram að Eiður Smári muni setja stefnuna á að feta í fótspor David Healy, þar sem hann freisti þess að verða markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Healy hefur skorað 20 mörk í 50 landsleikjum fyrir Norður-Íra, en Eiður Smári hefur skorað 16 mörk í 40 landsleikjum fyrir Íslands hönd og vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Ríkarðs Jónssonar. "Ég er viss um að Eiður setur stefnuna á að ná markametinu gegn okkur. Það er honum eflaust jafn mikilvægt að verða markahæsti leikmaður Íslendinga eins og það var fyrir mér að verða markahæsti leikmaður Norður-Írlands. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að hann slái markametið gegn okkur. Eiður er frábær leikmaður og þegar hann kom til Englands fyrst, voru allir að tala um hversu efnilegur hann væri og það kom mér ekkert á óvart þegar hann gekk í raðir Chelsea. Þar vann hann nánast allt sem hægt er að vinna í Englandi og nú er hann kominn til Barcelona, þar sem ég efast ekki um að hann eigi eftir að gera frábæra hluti. Hann er mjög hættulegur leikmaður. Hann er sterkur í loftinu og leikinn með knöttinn, en ég veit að varnarmenn okkar geta ekki beðið eftir að reyna sig gegn honum," sagði Healy. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira
David Healy, leikmaður Leeds og norður-írska landsliðsins, segir það algjört lykilatriði fyrir sína menn að halda aftur af Eiði Smára Guðjohnsen á laugardaginn þegar Íslendingar sækja Norður-Íra heim í fyrsta leik sínum í undankeppni EM. Í grein í Belfast Telegraph í dag kemur fram að Eiður Smári muni setja stefnuna á að feta í fótspor David Healy, þar sem hann freisti þess að verða markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Healy hefur skorað 20 mörk í 50 landsleikjum fyrir Norður-Íra, en Eiður Smári hefur skorað 16 mörk í 40 landsleikjum fyrir Íslands hönd og vantar nú aðeins eitt mark til að jafna markamet Ríkarðs Jónssonar. "Ég er viss um að Eiður setur stefnuna á að ná markametinu gegn okkur. Það er honum eflaust jafn mikilvægt að verða markahæsti leikmaður Íslendinga eins og það var fyrir mér að verða markahæsti leikmaður Norður-Írlands. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að hann slái markametið gegn okkur. Eiður er frábær leikmaður og þegar hann kom til Englands fyrst, voru allir að tala um hversu efnilegur hann væri og það kom mér ekkert á óvart þegar hann gekk í raðir Chelsea. Þar vann hann nánast allt sem hægt er að vinna í Englandi og nú er hann kominn til Barcelona, þar sem ég efast ekki um að hann eigi eftir að gera frábæra hluti. Hann er mjög hættulegur leikmaður. Hann er sterkur í loftinu og leikinn með knöttinn, en ég veit að varnarmenn okkar geta ekki beðið eftir að reyna sig gegn honum," sagði Healy.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira