Innlent

Sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins

Frá athöfninni. Á myndinni eru Karin Söder, Ármann Snævarr, Vigdís Finnbogadóttir, Haraldur Ólafsson og Rannveig Guðmundsdóttir.
Frá athöfninni. Á myndinni eru Karin Söder, Ármann Snævarr, Vigdís Finnbogadóttir, Haraldur Ólafsson og Rannveig Guðmundsdóttir.

Haraldur Ólafsson prófessor emiritus og fyrrverandi alþingismaður var sæmdur heiðursmerki Letterstedtska félagsins síðastliðinn föstudag. Heiðursmerki Letterstedtska félagsins er árlega veitt einum Norðurlandabúa fyrir mikilvægt framlag til norrænnar samvinnu.

Athöfnin fór fram í Alþingishúsinu þar sem Rannveig Guðmundsdóttir, 1. varaforseti Alþingis, afhenti Haraldi heiðursmerkið, en Karin Söder, fyrrv, utanríkisráðherra Svíþjóðar og formaður aðalstjórnar Letterstedstska félagsins gerði grein fyrir ákvörðun stjórnarinnar um að veita Haraldi þessa viðurkenningu. Meðal þeirra sem viðstödd voru athöfnina voru stjórn Íslandsdeildar Letterstedtska félagsins, tveir fyrrverandi heiðursverðlaunaþegar og fjölskylda Haraldar.

Fjórir Íslendingar hafa áður verið sæmdir heiðurmerki félagsins. Það eru Sigurður Bjarnason (1985), fyrrv. alþingismaður og sendiherra, Gylfi Þ. Gíslason (1989), fyrrv. ráðherra og alþingismaður, frú Vigdís Finnbogadóttir (1997), fyrrv. forseti Íslands og Ármann Snævarr (2002), fyrrv. prófessor og hæstaréttardómari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×