Stíg aldrei fæti inn í Helsinki framar 5. september 2006 17:30 Eremenko segir Finna hrokafulla og dauðsér eftir því að hafa gerst finnskur ríkisborgari NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Framherjinn Alexei Eremenko segist sjá eftir því að hafa gefið kost á sér í finnska landsliðið, því hann hafi komist að því að undanförnu að hann sé miklu meiri Rússi en hann gerði sér grein fyrir. Eremenko fæddist í Moskvu, en flutti til Finnlands þegar hann var sex ára og gerðist finnskur ríkisborgari. Hann segist aldrei ætla að stíga fæti til Helsinki aftur. Eremenko spilar með Saturn Ramenskoye í rússnesku úrvalsdeildinni, en þessi 23 ára gamli framherji var markahæsti leikmaður finna í undankeppni HM og hefur spilað 24 landsleiki fyrir Finna. Hann segist ekki þola finna og kann miklu betur við Svía. "Mér líður miklu betur í Rússlandi en í Finnlandi, því ég er auðvitað Rússi. Þetta rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég fór að spila í Rússlandi," sagði Eremenko, en faðir hans spilaði með liði í Helsinki á sínum tíma. "Ég væri að ljúga ef ég segði að ég vildi frekar spila með finnska landsliðinu en því rússneska, en ég vissi ekki hvað framtíðin bar í skauti sér þegar ég gerðist finnskur ríkisborgari og datt aldrei í hug að ég ætti eftir að eiga möguleika á að komast í rússneska landsliðið. Ég dauðsé eftir þessu, en ég get víst ekki breytt neinu úr þessu," sagði leikmaðurinn, en yngri bróðir hans er einmitt í U-21 árs landsliði Finna. Eremenko segist hafa orðið fyrir fordómum í Finnlandi. "Ég hef fengið að heyra allt mögulegt á ferli mínum í Finnlandi, því ég lít auðvitað ekki út eins og flestir hér í finnlandi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil ekki búa í Finnlandi og kem því aðeins hingað til að heimsækja foreldra mína. Ég er rússi þó ég leiki fyrir Finnland, en forðast að koma til landsins og stíg aldrei fæti til Helsinki framar," sagði framherjinn, sem talar bæði sænsku og finnsku. "Finnar eru hrokafullir og leiðinlegir, en Svíarnir eru miklu vingjarnlegri og ég held að það sé ástæðan fyrir því að þeir fara í taugarnar á hver öðrum," sagði Eremenko að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira