Stjórnarandstaða lýsi yfir samstarfsvilja 5. september 2006 17:11 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að lýsa því yfir að þeir muni mynda velferðarríkisstjórn ef þeir fái fylgi til þess í komandi þingkosningum. Hann telur ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að þeir nái saman ef þeir haldi rétt á spilunum.Jón Baldvin var gestur á Fréttavaktinni á NFS í dag. Þar barst talið meðal annars að hugmyndum Steingríms J. Sigfússonar um að stjórnarandstöðuflokkarnir lýstu yfir vilja til samstarfs eftir þingkosningar í vor. Jón Baldvin sagðist aðspurður ekki telja að flokkarnir ættu að mynda kosningabandalag heldur lýsa því yfir að þeir vildu starfa saman fengju þeir til þess nægilegt fylgi í kosningunum.Jón telur að þeir eigi að sameinast um fimm til sex meginmál, með aðaláherslu á eitt sem gnæfi yfir allt annað. Ísland sé að verða amerísk skrípamynd af ójöfnuði sem sé óþolandi og ef fólk fái almennlegt val um að losna við núverandi ríkisstjórn og fá velferðarsstjórn sem taki það alvarlega að vernda íslenska velferðarkerfið þá sigri stjórnarandstaðan.Aðspurður hvort hann telji mögulegt að stjórnarandstöðuflokkarnir nái saman segir Jón það ekki aðeins mögulegt heldur líklegt ef þeir haldi rétt á spilunum. Mikilvægt sé að menn hafi stefnuna skýra og það komi ekki della út úr prófkjörunum heldur verði nauðsynleg endurnýjun þannig að forystulið flokka hafi verkhæft lið í kringum sig sem menn geti treyst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, telur að stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að lýsa því yfir að þeir muni mynda velferðarríkisstjórn ef þeir fái fylgi til þess í komandi þingkosningum. Hann telur ekki aðeins mögulegt heldur líklegt að þeir nái saman ef þeir haldi rétt á spilunum.Jón Baldvin var gestur á Fréttavaktinni á NFS í dag. Þar barst talið meðal annars að hugmyndum Steingríms J. Sigfússonar um að stjórnarandstöðuflokkarnir lýstu yfir vilja til samstarfs eftir þingkosningar í vor. Jón Baldvin sagðist aðspurður ekki telja að flokkarnir ættu að mynda kosningabandalag heldur lýsa því yfir að þeir vildu starfa saman fengju þeir til þess nægilegt fylgi í kosningunum.Jón telur að þeir eigi að sameinast um fimm til sex meginmál, með aðaláherslu á eitt sem gnæfi yfir allt annað. Ísland sé að verða amerísk skrípamynd af ójöfnuði sem sé óþolandi og ef fólk fái almennlegt val um að losna við núverandi ríkisstjórn og fá velferðarsstjórn sem taki það alvarlega að vernda íslenska velferðarkerfið þá sigri stjórnarandstaðan.Aðspurður hvort hann telji mögulegt að stjórnarandstöðuflokkarnir nái saman segir Jón það ekki aðeins mögulegt heldur líklegt ef þeir haldi rétt á spilunum. Mikilvægt sé að menn hafi stefnuna skýra og það komi ekki della út úr prófkjörunum heldur verði nauðsynleg endurnýjun þannig að forystulið flokka hafi verkhæft lið í kringum sig sem menn geti treyst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Sjá meira