Flutningabíll valt í Trostansfirði á Vestfjörðum um sexleytið í gærkvöld. Bílstjórann, sem var einn í bílnum, sakaði ekki, að því er fram kemur á fréttavefnum Tíðis. Farmurinn, um 14 tonn af frystri loðnu, fór hins vegar allur út úr bílnum við óhappið og vann á þriðja tug björgunarsveitamanna ásamt vinnuvélum við að hreinsa svæðið fram eftir kvöldi. Flutningabíllinn, sem er mikið skemmdur eftir veltuna, var á leið frá Ísafirði til Bíldudals þegar vegkantur gaf sig með fyrrgreindum afleiðingum.
Innlent