Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í gærkvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið.
Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Ekki er vitað hvort eigandanum hafi verið hent á dyr og töskunni á eftir honum en hvað sem því líður getur ferðalangurinn farangurslausi vitjað veislufatanna hjá lögreglunni í Kópavogi.