Innlent

Náttúra landsins verði sett í forgang

Samfylkingin vill að frekari áformum um stóriðju verði slegið á frest og náttúra landsins verði sett í forgang. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem flokkurinn efndi til í dag þar sem ný umhverfisstefna var kynnt.

Stefnan er afrakstur tveggja ára vinnu innan flokksins og í henni er meðal annars lagt til að réttur náttúruverndar verði tryggður í skipulagi og við landnýtingu, að ákveðin svæði verði vernduð nú þegar og að gerð verði langtímaáætlun um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Við segjum nánar frá fundinum síðar í fréttum okkar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×