Innlent

Mikill meirihluti landsmanna fylgjandi atvinnuveiðum

MYND/AP

Tæplega þrír fjórðu þjóðarinnar eru fylgjandi því að Íslendingar stundi hvalveiðar í atvinnuskyni samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna.

Hagsmunasamtök sem tengjast sjávarútvegi efndu í dag til blaðamannafundar þar sem kynnt var ný könnun á viðhorfi Íslendinga til hvalveiða í atvinnuskyni. Töluverð umræða hefur verið um það að undanförnu hvort hefja eigi veiðar á ný, meðal annars vegna vísbendinga um að hvalir éti mikið af nytjastofnunum í Íslendinga. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa bent á að samkvæmt könnunum sé lítill áhugi á hvalkjöti bæði innanlands og utan en þessu eru hagsmunasamtök í sjávarútvegi ósammála.

Í könnuninni sem kynnt var í dag kemur í ljós að 73,1 prósent landsmanna er fylgjandi því að Íslendingar veiði hvali í atvinnuskyni en aðeins 11,5 prósent eru andvíg því. Þá leiðir könnunin einnig í ljós ríflega þrír fjórðu þjóðarinnar hafa lagt sér hval til munns og hækkar hlutfallið eftir því sem farið er ofar í aldursstigann. Enn fremur sýnir könnunin að rétt um fjórðungur þjóðarinnar hefur farið í hvalaskoðun.

Könnunin var gerð dagana 4. til sjöunda september, Úrtakið var 1000 manns á öllu landinu og svarhlutfall var 51,9 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×