Innlent

Bjóða sig fram í stjórn Heimdallar

Hópur ungs fólks hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, frambjóðanda til formennsku í Heimdalli. Í tilkynningu frá hópnum segir að hann sé skipaður öflugu hugsjónafólki, sem vilji auka veg Heimdallar og virkja ungt fólk til starfa innan félagsins.

Hópinn skipa:

Árni Már Þrastarson, nemi við Verzlunarskóla Íslands.

Davíð Örn Jónsson, rafmagnsverkfræðinemi við Háskóla Íslands.

Gísli Baldur Gíslason, nemi við MR og ritstjóri Skólablaðsins.Guðrún Stefánsdóttir

, lyfjafræðinemi við Háskóla Íslands og formaður

Tinktúru, félags lyfjafræðinema.

Laufey Rún Ketilsdóttir, nemi við Verzlunarskóla Íslands og í stjórn ungra

frjálshyggjumanna 2005.

Nanna Kristín Tryggvadóttir, nemi við Verzlunarskóla Íslands og í

ritstjórn Viljans.

Sigurður Kári Tryggvason, laganemi við Háskóla Íslands.Sindri Ástmarsson, nemi við Fjölbrautarskólann í Ármúla og formaður

málfundafélags skólans árið 2005-2006.

Steinar Þór Ólafsson, nemi við Verzlunarskóla Íslands og ljósmyndari NFVÍ.Sævar Guðmundsson

, nemi og fyrrv. formaður Ungra frjálshyggjumanna

Ottó S. Michelsen, nemi í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×