Sex voru fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum á Breiðholtsbraut við Skógarsel. Meiðsl þeirra eru þó talin minniháttar.
Nota þurfti klippur til að ná ökumanni annars fólksbílsins út úr bílnum. Alls voru átta manns í bílunum tveimur en að sögn lögreglunnar fór annar bílanna líklega yfir á rauðu ljósi.