Innlent

Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum

Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili.

Fram kemur í greinargerð með tillögunni að samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006 séu tekjur grunnskólanna af seldri þjónustu um 530 milljónir króna og tekjur vegna frístundaheimilanna um 150 milljónir. Miðað við fimm prósenta hagvöxt á ári megi hins vegar gera ráð fyrir um tveggja milljarða tekjuaukningu borgarinnar á ársgrundvelli og þeir fjármunir geti nýst við að koma tillögunni í framkvæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×