Sagnfræðingar furða sig á takmörkunum á aðgangi að gögnum 20. september 2006 22:27 Þjóðskjalasafn Íslands MYND/GVA Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur upplýsti fyrr á árinu að símar fjölda manna, þar á meðal alþingismanna, voru hleraðir í nokkrum tilvikum á kaldastríðsárunum. Margir telja svo gott sem augljóst að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og formaður Sósíalistafélags Íslands, hafi verið einn þeirra sem varð fyrir þessum hlerunum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur neitað Kjartani um sama aðgang að gögnum stjórnvalda um málið og Guðni fékk við rannsóknir sínar. Á fundi Sagnfræðingafélags Íslands í dag var meðal annars rætt um þessar takmarkanir safnsins að umræddum gögnum. Í ályktun stjórnarinnar segist hún furða sig á takmörkununum. Sjálfsagt sé að ákveðnar reglur gildi um aðgang að skjölum af þessu tagi, en afar varhugavert sé að þær hömlur vegi þyngra en réttur til rannsókna á liðinni tíð, að teknu tilliti til sjálfsagðra ákvæða um persónuvernd. Einn stjórnarmanna félagsins, Súsanna Margrét Gestsdóttir, segir sagnfræðinga hafa haft góðan aðgang að gögnum Þjóðskjalasafnins til þess og því erfitt að segja hvort þörf sé á að breyta reglum um aðgang að skjölum og upplýsingum sem þar eru eru geymd, í ljósi þessa máls. Henni skilst þó að verið sé að vinna að heildstæðum reglum um þessi mál í dómsmálaráðuneytinu. Takmörkun Kjartans að gögnum safnsins séu hins vegar nýr tónn hvað þetta varðar, og það sé vissulega áhyggjuefni. Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur upplýsti fyrr á árinu að símar fjölda manna, þar á meðal alþingismanna, voru hleraðir í nokkrum tilvikum á kaldastríðsárunum. Margir telja svo gott sem augljóst að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og formaður Sósíalistafélags Íslands, hafi verið einn þeirra sem varð fyrir þessum hlerunum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur neitað Kjartani um sama aðgang að gögnum stjórnvalda um málið og Guðni fékk við rannsóknir sínar. Á fundi Sagnfræðingafélags Íslands í dag var meðal annars rætt um þessar takmarkanir safnsins að umræddum gögnum. Í ályktun stjórnarinnar segist hún furða sig á takmörkununum. Sjálfsagt sé að ákveðnar reglur gildi um aðgang að skjölum af þessu tagi, en afar varhugavert sé að þær hömlur vegi þyngra en réttur til rannsókna á liðinni tíð, að teknu tilliti til sjálfsagðra ákvæða um persónuvernd. Einn stjórnarmanna félagsins, Súsanna Margrét Gestsdóttir, segir sagnfræðinga hafa haft góðan aðgang að gögnum Þjóðskjalasafnins til þess og því erfitt að segja hvort þörf sé á að breyta reglum um aðgang að skjölum og upplýsingum sem þar eru eru geymd, í ljósi þessa máls. Henni skilst þó að verið sé að vinna að heildstæðum reglum um þessi mál í dómsmálaráðuneytinu. Takmörkun Kjartans að gögnum safnsins séu hins vegar nýr tónn hvað þetta varðar, og það sé vissulega áhyggjuefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira