Innlent

Ráðherra fjallar um rjúpnaveiðar í dag

Umhverfisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í umhverfisráðuneytinu kl. 14 í dag þart sem fjallað verður um veiðar á rjúpu í haust. Eins og greint var frá í fréttum á dögunum leggur Náttúrufræðistofnun til við ráðuneytið að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna þess að stofninn sé á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu. Leggur Náttúrufræðistofnun til að leyft verði að veiða 45 þúsund rjúpur í ár og að veiðitími verði styttur verulega frá því í fyrra. Ráðherra mun væntanlega tilkynni ákvörðun sína um rjúpnaveiðar á fundinum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×