Innlent

Stefnir í mikla stækkun íslenska landgrunnsins

Það stefnir í að flatarmál íslenska landgrunnsins stækki um þrjátíu þúsund ferkílómetra á næstunni, eða um tæpan þriðjung af flatarmáli landsins.

Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, ásamt lögmanni Færeyja, undirrituðu í New York í gær samkomulag sín á milli um skiptingu landgrunns, utan 200 sjómílna ríkjanna, á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Jan Mayen. Samkomulagið er háð samþykki landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna og eru þjóðirnar nú að undirbúa geinargerð til stuðnings málinu.

Hlutur Íslands yrði 29 þúsunds ferkílómetrar. Samkomulagið nær til nýtingarréttinda á hafsbotninum sjálfum og undir honum, en ekki til fiskistofna á svæðinu. Lítill gaumur hefur verið gefinn að olíulindum á þessu svæði og er því ekki vitað hvort hún sé vinnanleg eða ekki.

Hinsvegar beinist athygli manna að ýmsum öðrum auðlindum á landgrunninu, allt frá málmum til erfðaefnis lífvera á hafsbotni og talið er að réttindi yfir landgrunni almennt, fái aukna þýðingu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×