Innlent

Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu

MYND/Hari

Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær. Eins og greint hefur verið frá í fréttum stendur til að skerða eða fella niður örorkulífeyrisgreiðslur hjá 2300 lífeyrisþegum þann 1. nóvember vegna of hárra tekna þeirra. Segir enn fremur í ályktuninni að Öryrkjabandalagið lýsi fullri ábyrgð á hendur ASÍ, Sjómannasambandinu, Starfsgreinasambandinu og Samtökum atvinnulífsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×