Stóraukin áhersla á íslenskt efni á RÚV 28. september 2006 13:00 MYND/GVA Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Stóraukin áhersla verður lögð á íslenskt efni hjá Ríkisútvarpinu samkvæmt samkomulagi sem menntamálaráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa gert um drög að samningi um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Samningurinn á að skilgreina nánar tilgang og hlutverk RÚV og þær kröfur sem gerðar eru til Ríkisútvarpsins á grundvelli þess frumvarps sem lagt verður fram á fyrstu dögum þingsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hann taki gildi samhliða breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Í samningnum er skilgreint hvaða kröfur eru gerðar til RÚV er varðar hljóðvarps- og sjónvarpsefni, þjónustu á textavarpi og veraldarvefnum, menningararf, sjónvarps- og hjóðvarpsdreifingu og þær upplýsingar sem koma eigi fram í ársskýrslu. Þá er gerð ítarleg grein fyrir því með hvaða hætti RÚV skuli halda fjármálum og bókhaldi aðskildu milli þeirrar starfsemi sem varðar útvarpsþjónustu í almannaþágu og þess sem er í samkeppnisrekstri. Er gert ráð fyrir því að samningurinn sé til fimm ára. Mælt er fyrir um það í samningnum að hlutfall íslensks efnis á kjörtíma aukist um tæp 50 prósent á samningstímanum og þá mun fjöldi textaðra klukkustunda aukast um 100 prósent frá upphafi samningstímabilsins til loka þess. Þá er stefnt að því að öll forunnin innlend dagskrá verði textuð í lok samningstímabilsins. RÚV mun jafnframt gegna veigamiklu hlutverki í að styrkja og efla nýsköpun í dagskrárgerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Í samningnum skuldbindur RÚV sig til að gerast kaupandi eða meðframleiðandi að leiknu sjónvarpsefni, kvikmyndum, heimildamyndum eða öðru sjónvarpsefni og verja til þess að lágmarki 150 milljónum króna á ári frá og með árinu 2008. Árið 2009 hækkar upphæðin í 200 milljónir króna og verður við lok samningstímabilsins 250 milljónir. Þá er stefnt að því á samningstímanum að ná heildarsamkomulagi við rétthafa um víðtækari notkun á eldra safnaefni til að gera það aðgengilegra almenningi. Þjónustusamningar hafa verið gerðir við ríkisfjölmiðla í ýmsum Evrópuríkjum. Má nefna lönd eins og Danmörku, Svíþjóð, Belgíu, Frakkland og Írland. Verið er að undirbúa slíka samninga í fleiri löndum þar sem ríkari krafa er nú gerð um að útvarpsþjónusta í almannaþágu sé vel skilgreind og haldið aðskilinni frá starfsemi í samkeppnisrekstri.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira