Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Eduardo Useda Correa, karlmann á fimmtugsaldri, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára stúlku. Honum var jafnframt gert að greiða stúlkunni 700.000 kr. í miskabætur.
Atvikið átti sér stað á síðasta ári á Hellu. Stúlkan var á heimili kærasta síns en maðurinn leigði í sama húsi.