Vaxandi óánægja með Símann á Vestfjörðum 29. september 2006 16:30 MYND/NFS Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum. Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Alls hafa 1093 skrifað undir áskorun til Símans þess efnis að hann dragi til baka ákvörðun sína um að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði fyrir ADSL þjónustu. Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær Vestfirðingar fái að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir og málið er orðið pólitískt. Síminn gerði þær breytingar á ADSL þjónustu sinni um síðustu mánaðarmót að hraðinn tvöfaldaðist á sumum stöðum en ekki á öðrum. Þannig að ADSL notanda á Vestfjörðum stendur til boða allt að 6 megabit á sekúndu en notanda á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að 12 megabit á sekúndu fyrir svipað verð. Munurinn er 500 krónur á þjónustuleiðum Símans. Óánægja notenda á Vestfjörðum liggur í því að hafa verið skilin útundan við þessar þjónustubreytingar Símans. Undirskriftasöfnunin „Aftur til fortíðar?" fer fram á netinu með yfirskriftinni: "Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar! Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum." Og málið er orðið hápólitískt. Vinstrihreyfingin - grænt framboð sendi frá sér fréttatilkynningu í dag, þar sem þess er krafist að litið sé á landið allt sem eina heild í þjónustustigi og gjaldtöku í fjarskiptum. Þar segir: "Fyrirtækjum í fjarskiptum með markaðsráðandi stöðu verði gert skylt að bjóða viðskiptavinum sínum sama þjónustustig á sömu verðum um allt land. Í svo stóru og dreifbýlu landi verður aldrei hægt að skapa það samkeppnisumhverfi í fjarskiptum að markaðsöflin ein tryggi að allir sitji við sama borð. Stjórnvöld verða því að gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að tryggja jafnrétti landsmanna að þessu leyti." NFS kannaði bestu þjónustuleið í boði fyrir nýja viðskiptavini á Bolungarvík, sem var allt að 8 megabita tenging fyrir 5990 krónur á mánuði. Það er þjónustuleið Símans sem nefnist "Bestur". Til samanburðar geta notendur á höfuðborgarsvæðinu fengið allt að 12 megabita tengingu undirt heitinu "Langbestur", fyrir 6490 krónur. Björn Davíðsson, þróunarstjóri Snerpu sem er tölvu- og internetþjónustufyrirtæki á Ísafirði, segir að vandinn snúist ekki um ákveðnar þjónustuleiðir. Heldur um verð á afnotum af grunnneti Símans. "Notendur á Vestfjörðum, sem eru um 1800 talsins, þurfa að greiða 4000 krónur fyrir afnot af grunnnetinu og tengingu sem er allt að 6 megabit á sekúndu. Sama verð þurfa notendur á höfuðborgarsvæðinu að greiða fyrir tengingu sem er allt að 8 megabit á sekúndu," sagði Björn "Það sem meira er, að fyrir breytinguna (hjá Símanum) þurftu notendur á Vestfjörðum að greiða 4500 fyrir sömu afnot. Ekki er annað að sjá en að til að leiðrétta það þurfi notendur sjálfir að skrá sig á vefsíðu Símans og velja réttan flokk." "Fólkið á Vestfjörðum er óánægt með það að fá ekkert fyrir sinn snúð í þessum þjónustubreytingum fyrir viðskiptavini Símans. Það má líkja þessu við það að Vestfirðingar fari út í búð og kaupi lítra fernu af mjólk en fyrir sama verð fá Sunnlendingar tveggja lítra fernu sem ekki er í boði fyrir vestan, burt séð frá því hvort hún sé full eða hálffull." "Síminn hefur ekki gefið nein svör um það hvort eða hvenær við fáum að njóta sama þjónustustigs og aðrir viðskiptavinir. Það lítur út eins og Síminn hafi ekki vilja til að bregðast við óánægjuröddum viðskiptavina sinna," sagði Björn að lokum.
Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira