Van Bommel í hópinn á ný 29. september 2006 19:45 Ruud Van Nistelrooy var ekki valinn í hóp Hollendinga að þessu sinni Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea) Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Miðjumaðurinn Mark Van Bommel hjá Bayern Munchen hefur nokkuð óvænt verið kallaður aftur inn í landsliðshóp Hollendinga sem mætir Búlgaríu og Armeníu í undankeppni EM í næsta mánuði. Van Bommel hefur ekki komið við sögu í leikjum Hollendinga síðan á HM í sumar, en nú hefur Marco Van Basten ákveðið að kippa hinum reynda miðjumanni aftur inn í hópinn. "Mark hefur átt fast sæti í liði Bayern á leiktíðinni og hefur staðið sig mjög vel. Það er allt annað uppi á teningnum hjá honum nú en þegar hann var hjá Barcelona, því nú fær hann að spila mjög reglulega," sagði Van Basten. Sömu sögu var ekki að segja af framherjanum Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid, en sá var ekki valinn í hópinn að þessu sinni. "Það er alfarið í höndum hans að sanna að við höfum rangt fyrir okkur með því að velja hann ekki. Ég talaði við hann fyrir skömmu og hann veit hvar við stöndum. Ruud hefði ef til vill geta gætt orða sinna betur þegar hann tjáði sig um landsliðið á dögunum, en það er skiljanlegt að menn séu svekktir ef þær eiga ekki fast sæti í landsliðinu," sagði Van Basten - en Nistelrooy skaut á hann góðri pillu á dögunum og leiddi líkum að því að ferill sinn hjá landsliðinu væri líklega á enda, að minnsta kosti meðan Van Basten réði þar ríkjum. Hópur Hollands: Henk Timmer (Feyenoord), Edwin van der Sar (Manchester United), Urby Emanuelson (Ajax), John Heitinga (Ajax), Tim de Cler (AZ Alkmaar), Kew Jaliens (AZ Alkmaar), Joris Mathijsen (Hamburg), Andre Ooijer (Blackburn Rovers), Giovanni van Bronckhorst (Barcelona), Khalid Boulahrouz (Chelsea), Wesley Sneijder (Ajax), Stijn Schaars (AZ Alkmaar), Demy de Zeeuw (AZ Alkmaar), Nigel de Jong (Hamburg), Denny Landzaat (Wigan Athletic), Mark van Bommel (Bayern Munich), Klaas-Jan Huntelaar (Ajax), Robin van Persie (Arsenal), Ryan Babel (Ajax), Dirk Kuyt (Liverpool), Jan Vennegoor of Hesselink (Celtic), Arjen Robben (Chelsea)
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Eir Norðurlandameistari en fékk of mikla hjálp til að fá metið Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira