Bandaríski herinn kveður í dag 30. september 2006 12:02 Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bandaríski herinn fer af landi brott í dag eftir fimmtíu og fimm ára veru á Miðnesheiði. Herstöðvaandstæðingar sem ætla að fagna brottför hersins við herstöðina á morgun fá ekki að draga íslenska fánann þar að húni. Bandaríski fáninn verður dreginn niður í síðasta sinn í herstöðinni á Miðnesheiði seinnipartinn í dag og sá íslenski dreginn að húni. Að því loknu hverfa síðustu bandarísku hermennirnir af landi brott og sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tekur þá einn við löggæslu á svæðinu sem verður áfram lokað þar til íslensk stjórnvöld ákveða annað. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir blendnar tilfinningar í huga sér á þessum sögulegu tímamótum. Vera Bandaríkjamanna hafi styrkt verkmenningu á Suðurnesjum og landinu öllu. En um leið hafi mörg vandamál fylgt veru þeirra. Hann segir Suðurnesjamenn hafa átt gott samstarf við Bandaríkjamenn á Miðnesheiði en líti á það sem áhugavert og mikilvægt verkefni að Íslendingar taki aukinn þátt í eigin vörnum. Það er hluti af sjálfstæði þjóðar, segir Árni Sigfússon. Samtök herstöðvaandstæðinga hyggjast á morgun fagna brottför hersins og því að Miðnesheiðin sé aftur orðin íslenskt land. Lagt verður af stað frá höfuðstöðvum samtakanna á Njálsgötu 87 klukkan tólf á hádegi á morgun. Þaðan verður keyrt sem leið liggur upp á Miðnesheiði og dagurinn tekinn í að skoða minnisvarða hersetunnar. Herstöðvaandstæðingum voru sett ströng skilyrði af hálfu stjórnvalda við þessa skoðunarferð á morgun. Sérstaklega er tekið fram á löngum lista skilyrða að þeim verði óheimilt að flagga þar sem herstöðin sé nú opinber eign og því megi einungis opinberar stofnanir flagga. Þá verður hleypt inn í hollum en ekki fleiri en 60 manns fara inn í stöðina í einu. Stefán Pálsson, talsmaður herstöðvaandstæðinga, segist vel sætta sig við þessi skilyrði en þykir þau nokkuð kúnstug.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira