Þjónustusamningur sýnir að hlutafélagavæðing sé óþörf 30. september 2006 13:15 Þjónustusamningurinn við Ríkissjónvarpið sýnir að hlutafélagavæðing RÚV er óþörf segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Forseti Bandalags íslenskra listamanna fagnar samningnum en telur RÚV hafa efni á að gera enn betur. Fimm ára samningur milli menntamálaráðuneytisins og RÚV var kynntur í gær. Samkvæmt honum á RÚV auka íslenskt efni á besta tíma um nærri 50 prósent og kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum fyrir 150 milljónir eftir tvö ár sem hækkar svo í 250 eftir fimm ár. Mörður Árnason fagnar samningnum í flestum atriðum. Hann undrist þó mest að samningurinn sé háður frumvarpi um hlutafélagavæðingu RÚV sem leggja eigi fram á þingi aftur. Ekkert í samningnum komi því við í hvaða rekstrarformi RÚV sé. Merði finnst skrýtið að samningurinn feli í sér ákvæði um hlutleysi fréttastofu RÚV. Hann spyr hvort þetta þýði að menntamálaráðherra ætli að hafa öll völd á RÚV. Gallinn við samninginn sé sá að RÚV lofi mörgu en menntamálaráðherra ekki neinu. Þá sé ekki getið neins fjármagns í samningnum þannig að peningana eigi að taka úr öðrum rekstri RÚV nú. Því spyrji hann sig hvort von sé á niðruskurði og uppsögnum. Ágúst Guðmundsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, fagnar samningnum. Hann segir þó að upphæðir til sjálfstæðra framleiðenda hefðu mátt vera hærri. Um sé að ræða talsvert stökk frá því sem áður var og það sé ánægjulegt en miðað við það að afnotagjöld til Ríkisútvarpsins hafi veri 2,4 milljarðar árið 2004 þá ætti stofnunin að hafa efni á þessu og gott betur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Þjónustusamningurinn við Ríkissjónvarpið sýnir að hlutafélagavæðing RÚV er óþörf segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. Forseti Bandalags íslenskra listamanna fagnar samningnum en telur RÚV hafa efni á að gera enn betur. Fimm ára samningur milli menntamálaráðuneytisins og RÚV var kynntur í gær. Samkvæmt honum á RÚV auka íslenskt efni á besta tíma um nærri 50 prósent og kaupa efni frá sjálfstæðum framleiðendum fyrir 150 milljónir eftir tvö ár sem hækkar svo í 250 eftir fimm ár. Mörður Árnason fagnar samningnum í flestum atriðum. Hann undrist þó mest að samningurinn sé háður frumvarpi um hlutafélagavæðingu RÚV sem leggja eigi fram á þingi aftur. Ekkert í samningnum komi því við í hvaða rekstrarformi RÚV sé. Merði finnst skrýtið að samningurinn feli í sér ákvæði um hlutleysi fréttastofu RÚV. Hann spyr hvort þetta þýði að menntamálaráðherra ætli að hafa öll völd á RÚV. Gallinn við samninginn sé sá að RÚV lofi mörgu en menntamálaráðherra ekki neinu. Þá sé ekki getið neins fjármagns í samningnum þannig að peningana eigi að taka úr öðrum rekstri RÚV nú. Því spyrji hann sig hvort von sé á niðruskurði og uppsögnum. Ágúst Guðmundsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, fagnar samningnum. Hann segir þó að upphæðir til sjálfstæðra framleiðenda hefðu mátt vera hærri. Um sé að ræða talsvert stökk frá því sem áður var og það sé ánægjulegt en miðað við það að afnotagjöld til Ríkisútvarpsins hafi veri 2,4 milljarðar árið 2004 þá ætti stofnunin að hafa efni á þessu og gott betur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira