Krefjast þess að fá land varnarliðsins aftur 30. september 2006 18:00 Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Eigendur að stórum hluta þess lands sem tekið var undir herstöðina á Keflavíkurflugvelli krefjast þess að fá landið til baka nú þegar íslensk stjórnvöld taka við því við brottför hersins. Landeigendurnir hafa aldrei sætt sig við landtökuna, hafnað nauðungarbótum og staðið í lagaþrætu við Bandaríkjaher og utanríkisráðuneytið í sextíu og fimm ár. Á Stafneslandi voru fimm bæir fyrir stríð og er landið víðáttumikið eða 2100 hektarar. Þetta land var tekið í seinni heimstyrjöldinni með hervaldi og hluti þess með eignarnámi 1942. Engin tilraun var gerð til að bæta landeigendum tjónið fyrr en 1957. Landeigendur fengu að halda eftir smá broti af landinu eða rúmlega hundrað hektara svæði við ströndina. Fjölskylda Gísla Hermannssonar átti þriðjung þessa stóra svæðis og sætti hún sig aldrei við landtökuna og hefur aldrei gert. Þrátt fyrir eignaupptökuna héldu landeigendur einhverjum réttindum, til dæmis rekarétti sem aldrei var þó hægt að nýta. Gísli segir að 1986 hafi restin af landinu og beitiréttur verið tekinn eignarnámi - þau neituðu þó að taka við greiðslunni fyrir enda smánarleg að þeirra mati rúmlega 200 þúsund krónur. Skömmu áður hafði urðunarstaður verið opnaður á hinu tekna landi og byrjað að losa þar eitraðan úrgang. Þessu mótmælti fjölskylda Gísla. Það grátbroslega við þennan urðunarstað, segir Gísli, var að þegar svokallað nikkelsvæði var hreinsað hinum megin við Miðnesheiðina, var mengaður jarðvegur keyrður yfir í Stafnesland og losaður þar. Þegar herinn verður farinn munu íslensk stjórnvöld taka við landinu og hafa í hyggju að steypa öllu í hutafélag en hinir gömlu landeigendur vilja fá sitt til baka. Það hefur gengið erfiðlega fyrir Gísla og hans fjölskyldu jafnvel að fara um þennan skika sem var skilinn eftir og ítrekað hafa þau verið hrakin í burtu af vopnuðum hermönnum. Þau mótmæltu því einnig harðlega þegar urðunarstaður var opnaður á landi þeirra og byrjað að losa þar, að því þau telja, eitraðan úrgang. Það hlálega er að þegar hið svokallaða nikkelsvæði var hreinsað af menguðum jarðveg, hinum megin við Miðnesheiðina, var menguðum jarðvegi þaðan einfaldlega ekið fyrir nesið og hann losaður á urðunarstaðinn í Stafneslandinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira