Innlent

Bera ekki ábyrgð á vatnsmengun við Keflavíkurflugvöll

MYND/Teitur

Bandaríkjamenn bera ekki ábyrgð á vatnsmengun á svæðinu við Keflavíkurflugvöll. Þeir firrtu sig ábyrgð með því að kosta nýja vatnsveitu fyrir Keflavík og Njarðvík fyrir sautján árum.

Mikill olíuleki varð á varnarsvæðinu árið 1987 en þá er talið að um 75 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið úr leiðslu milli Keflavíkur og Njarðvíkur, að því er Morgunblaðið greinir frá í dag.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í fréttum NFS í mars að þess verði krafist að Bandaríkjamenn hreinsi landið eftir sig, færu þeir af landi brott. Það þyrfti að fara mjög ítarlega yfir það hvernig umhverfið væri og hreinsa mjög vel. Reykjanesbær gerði skýra kröfu til þess ef menn sæðu frammi fyrir slíku.

Í viðskilasamningi íslenskra og bandarískra stjórnvalda er ákvæði þar sem kveðið er á um þátttöku bandaríkjastjórnar í hreinsun varnarsvæðisins, þó aðeins ef í ljós kemur stórkostleg mengun innan næstu fjögurra ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×